Kom árás Hamas á óvart? Yousef Tamimi skrifar 10. október 2023 08:31 Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar