Byggjum brú fyrir framtíðina Íris E. Gísladóttir skrifar 29. september 2023 11:00 Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. En hvar liggur lykillinn að slíkum árangri? Nýting menntatækni í kennslu snýst ekki bara um að kaupa tæki og innleiða stafrænar lausnir heldur þarf að endurhugsa menntunina sjálfa. Þar er menntatækni lykillinn að því að skapa kraftmikið námsumhverfi, persónulega námskrá og að búa nemendur undir áskoranir 21. aldarinnar. Til að ná þessum háleitu markmiðum er samstarf milli fræðasviða háskólanna, rannsókna og atvinnulífs nauðsynlegt. Háskólar og rannsóknastofnanir eru vagga þekkingar þar sem framsæknar rannsóknir og kennslufræðileg sérþekking renna saman. Það er hægt að nýta til að hanna gagnreyndar og skilvirkar menntatæknilausnir sem hafa getu til að gjörbreyta námi. En hraðar tækniframfarir krefjast lipra vinnubragða. Fjárhags- og tækniauðlindir einkageirans eru þar ómetanlegar. Í einkageiranum, mögulega ekki síst í hugverkaiðnaði þar sem helsta auðlindin er nýsköpun og rannsóknir og þróun, býr ómældur kraftur sem hefur burði til að koma nýstárlegum menntatæknilausnum til breiðari markhóps, bæði hérlendis og erlendis. Taki þessir aðilar höndum saman getum við skapað það burðarstykki sem þarf til að endurhugsa og lyfta upp ekki bara skólakerfinu og sérhverjum einstaklingi heldur hagkerfinu öllu. Í nánu samstarfi geta rannsóknastofnanir og menntatæknifyrirtæki stundað umfangsmiklar rannsóknir á námshegðun, vitsmunaþroska og áhrifum tækni sem leiðir til þróunará vörum sem eru sérsniðnar til að mæta þörfum framtíðarinnar. Þannig er hægt að skapa menntaumhverfi sem veitir börnunum okkar möguleika á framúrskarandi framtíðarfærni. Menntun sem kveikir neista sem ýtir undir lífstíð af þekkingarsköpun og símenntun. Samvinna fræðasviða, rannsókna og iðnaðar er kemur að menntatækni gefur möguleika á að endurskilgreina menntun fyrir komandi kynslóðir. Þetta snýst ekki bara um nýsköpun; þetta snýst um sameiginlega skuldbindingu til að styrkja nemendur, kennara og skóla með umbreytandi lausnum. Þetta snýst um að búa til vistkerfi þar sem rannsóknardrifin menntatækni blómstrar. Þar sem mörkin milli fræðasviðs og atvinnulífs hverfa í þágu menntunar. Í þessari vegferð skulum við muna að sameiginlegt verkefni okkar er að móta bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir. Spurt var í upphafi hvar lykillinn að árangri í menntakerfinu liggur. Lykillinn liggur í að stuðla að nánara samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og einkageirans. Höfundur er stofnandi fyrirtækis í menntatækni og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja hjá Samtökum iðnaðarins. Greinin er skrifuð af því tilefni að Menntakvika stendur yfir. Hér er dagskrá: https://www.ki.is/vidburdir/menntakvika-2023/
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar