„Fólk var farið að öskra“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 23:20 Guðmundur Ingi vonast til þess að rútufyrirtækið sem og stjórnvöld bregðist við vegna málsins. Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“ Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira