Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 22:10 „Gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum,“ segir Katrín meðal annars í færslu sinni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent