Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 00:00 Húsið er nokkuð stórt og fjarlægja þurfti skilti vegna þessa. Á járnstubbinn keyrði bíll, en ökumaður bílsins hugðist smeygja sér fram hjá flutningabílnum. Vísir/Þórdís Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Íbúi í hverfinu segir í samtali við fréttastofu að töluverður viðbúnaður hafi verið á vettvangi: þrír lögreglubílar, tveir slökkviliðsbílar og fullt af fólki. Að hennar sögn komu verktakar í dag og fjarlægðu áðurnefnd umferðarskilti sem meðal annars skilja að hjólastíga og umferðargötuna sjálfa. Járnstubbarnir hafi hins vegar verið skildir ómerktir eftir. Í myrkrinu hafi tveir bílar, með um tíu mínútna millibili, ekið ofan á stubbana. Töluverð olía lak úr öðrum bílanna í kjölfar óhappsins og vann slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að hreinsun vegarins.Vísir/Þórdís Bjarni Ingimarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að annar bílana hafi reynt að „troða sér fram hjá“ húsinu stóra en lent í ógöngum í kjölfarið. Nokkur olía hafi lekið úr bílnum og slökkviliðið því kallað út til að hreinsa vettvanginn. Að hans sögn tafðist umferð nokkuð, enda komst einingin færanlega hvorki lönd né strönd, og engir bílar fram hjá. Aðgerðum slökkviliðs á vettvangi er nú lokið og halda flutningar hússins áfram í fylgd með lögreglu. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi.Vísir/Aníta Reykjavík Umferð Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Íbúi í hverfinu segir í samtali við fréttastofu að töluverður viðbúnaður hafi verið á vettvangi: þrír lögreglubílar, tveir slökkviliðsbílar og fullt af fólki. Að hennar sögn komu verktakar í dag og fjarlægðu áðurnefnd umferðarskilti sem meðal annars skilja að hjólastíga og umferðargötuna sjálfa. Járnstubbarnir hafi hins vegar verið skildir ómerktir eftir. Í myrkrinu hafi tveir bílar, með um tíu mínútna millibili, ekið ofan á stubbana. Töluverð olía lak úr öðrum bílanna í kjölfar óhappsins og vann slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að hreinsun vegarins.Vísir/Þórdís Bjarni Ingimarsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að annar bílana hafi reynt að „troða sér fram hjá“ húsinu stóra en lent í ógöngum í kjölfarið. Nokkur olía hafi lekið úr bílnum og slökkviliðið því kallað út til að hreinsa vettvanginn. Að hans sögn tafðist umferð nokkuð, enda komst einingin færanlega hvorki lönd né strönd, og engir bílar fram hjá. Aðgerðum slökkviliðs á vettvangi er nú lokið og halda flutningar hússins áfram í fylgd með lögreglu. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi.Vísir/Aníta
Reykjavík Umferð Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira