Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 16:16 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.
Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39