Sextán borgarar féllu í árás Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 15:13 Hlúð að mönnum sem særðust í árásinni í dag. AP/Evgeniy Maloletka Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband. Blaðamaður AP fréttaveitunnar í Kostiantynivka sá eftirmála árásarinnar og lík á götum borgarinnar en samkvæmt frétt fréttaveitunnar er verið að leita fólks í rústum á markaðinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa þeir ítrekað gert árásir á borgaraleg skotmök og innviði Úkraínu. Í nótt var eldflaugum skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær niður. Brak úr einni mun hafa fallið á hús þar sem eldur kviknaði en enginn lét lífið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndband af árásinni á X (áður Twitter) í dag. Þar sagði hann að fjöldi látinna gæti hækkað. Selenskí sagði einnig að allir sem ættu enn í viðskiptum við Rússa hunsuðu ódæði þeirra og illsku. Forsetinn birti lengri skilaboð á Telegram þar sem hann sagði þetta fólk ekkert hafa gert af sér. Á blaðamannafundi með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði Selenskí svo að árásin hefði vísvitandi verið gerð á óbreytta borgara. Engin hernaðarleg skotmörk hefðu verið þar nærri. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. 6. september 2023 12:13 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Blaðamaður AP fréttaveitunnar í Kostiantynivka sá eftirmála árásarinnar og lík á götum borgarinnar en samkvæmt frétt fréttaveitunnar er verið að leita fólks í rústum á markaðinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa þeir ítrekað gert árásir á borgaraleg skotmök og innviði Úkraínu. Í nótt var eldflaugum skotið að Kænugarði en Úkraínumenn segjast hafa skotið þær niður. Brak úr einni mun hafa fallið á hús þar sem eldur kviknaði en enginn lét lífið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndband af árásinni á X (áður Twitter) í dag. Þar sagði hann að fjöldi látinna gæti hækkað. Selenskí sagði einnig að allir sem ættu enn í viðskiptum við Rússa hunsuðu ódæði þeirra og illsku. Forsetinn birti lengri skilaboð á Telegram þar sem hann sagði þetta fólk ekkert hafa gert af sér. Á blaðamannafundi með Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði Selenskí svo að árásin hefði vísvitandi verið gerð á óbreytta borgara. Engin hernaðarleg skotmörk hefðu verið þar nærri. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— (@ZelenskyyUa) September 6, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. 6. september 2023 12:13 Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27
Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. 6. september 2023 12:13
Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. 6. september 2023 08:01