Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 08:59 Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent á milli 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári. Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári.
Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira