Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 07:47 Þau Orlin Roussev, Katrin Ivanova og Bizer Dzhambazov voru öll handtekin vegna gruns um njósnir og brot á lögum um ríkisleyndarmál. BBC/Facebook/LinkedIn Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum. Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum.
Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira