Leikskólamál í Kópavogi Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:31 Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag. Markmið félagsins er að benda á mikilvægi þess að þarfir foreldra og barna séu settar í forgang í íslensku samfélagi. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á leikskólastigið enda er dvöl í leikskóla mjög stór hluti af lífi barna fyrstu fimm árin. Því miður er alltof algengt að gjá sé á milli foreldra og leikskóla um kröfur og áherslur í leikskólastarfi og viljum við beita okkur í því að auka samtal og samvinnu foreldra og leikskóla með hag barna í huga. Leikskólamálin í Kópavogi liður í að stytta vinnuviku barna Mikið hefur farið fyrir umræðu um breytingar á tilhögun leikskólastarfs í Kópavogi undanfarið en áherslurnar þar snúa að því að fyrstu 6 klukkustundir dvalartímans verði gjaldfrjálsar en gjaldskrárhækkanir verði á tímum umfram það. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við lágtekjufólk og einstæða foreldra með afslætti á leikskólagjöldum, sem taka strax gildi. Mikilvægt er að átta sig á því að þessar áherslur koma eftir langt og víðtækt samráð við starfsfólk og stjórnendur leikskóla bæjarins, félag leikskólakennara, foreldra, stéttarfélög og aðra hagaðila. Eftir samráðið kom fram skýrt ákall um bættar starfsaðstæður í leikskólum en einn helsti vandi leikskólanna er að halda í og ráða fólk til starfa en bættar starfsaðstæður skila sér beint í betri líðan leikskólabarna. Það er gríðarlega mikilvægt að hlusta á áherslur þeirra sem vinna með börnunum allan daginn og kalla eftir betri aðstæðum, en þrástefið „of mörg börn, í of litlu rými, með allt of fátt starfsfólk“ á því miður vel við víðast í leikskólum í dag. Breytingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem hvati til að fleiri velji að stytta dvalartíma barna sinna sem er í dag sá allra lengsti í Evrópu eins og sjá má í samantekt Önnu Magneu Hreinsdóttur frá árinu 2019, um skýrslu Eurydice - samstarfsvettvangur Evrópuþjóða á sviði menntamála. Þar kemur fram að meðaldvalatími barna í Evrópu er 28 klst. á viku en hann er að meðaltali um 37,5 klukkustundir á viku hér á landi. Ísland í næst neðsta sæti OECD landanna þegar kemur að jafnvægi vinnu og einkalífs Áherslurnar hjá leikskólum í Kópavogi er stórt skref í því að þrýsta á atvinnulífið að taka meira tillit til þarfa foreldra ungra barna og gera það samfélagslega samþykkt að fólk hafi val um forgangsröðun í átt að meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Árið 2019 kom út fræðigreinin „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Höfundar eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri. Greinin er skrifuð í kjölfar rannsóknar sem unnin var meðal foreldra leikskólabarna og er titill greinarinnar mjög lýsandi fyrir þá streitu sem foreldar ungra barna upplifa svo sterkt hér á landi. Niðurstöður greinarinnar eru að það þarf að stytta vinnuvikuna og breyta samfélagsgerðinni til að hún sé barn- og fjölskylduvænni. Áhrif streitu eru gríðarleg á heilsu fólks og því lýðheilsumál sem þarf að taka alvarlega auk þess sem mikill sparnaður felst í því að draga úr þessari streitu á þennan viðkvæma hóp fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Þátttaka feðra í umönnunarbyrði og þriðju vaktinni Við í Fyrstu fimm höfum lagt mikla áherslu á þátttöku feðra í umönnunarbyrgði barna sinna og fögnum breytingum á fæðingarorlofslögum um jafnari skiptingu fæðingarorlofs á milli kynjanna. Í umræðu um leikskólamáin í Kópavogi eru háværar raddir um stöðu kvenna og að þessar aðgerðir skerði atvinnuþátttöku þeirra. Æskilegt væri að umræðan kæmist upp úr þessum farvegi sem er gamalkunnur og vissulega þarfur ennþá skv. rannsóknum um þátttöku kynjanna inni á heimilum en gagnast hins vegar lítið við að bæta skilyrði barna í leikskólum. Með þessu viljum við knýja á um að umönnunarhlutverkið fái þann sess sem það á skilið, atvinnulífið taki virkan þátt í að stuðla að jafnri umönnun óháð kyni og að farið verði í aðgerðir til að auka feðrafræðslu og jafnréttisfræðslu hjá verðandi og núverandi foreldrum ungra barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm Fyrstu fimm var stofnað í byrjun árs 2021 og hefur stjórnin átt fjölda funda með fagfólki s.s. sálfræðingum, geðlæknum og fjölskylduráðgjöfum sem leggja áherslu á vellíðan og þroska barna, stjórnmálaflokkum á borg- og sveitastjórnarstigi og á alþingi, félagi leikskólakennara, félagi leikskólastjórnenda auk þess sem grasrótarsamtal með foreldrum hefur verið mikið. Við höfum einnig staðið fyrir málþingi með barnamálaráðherra og tekið þátt í ráðstefnum um málefni barna. Við erum með öflugan Facebook hóp sem nefnist Fystu fimm og hvetjum öll sem hafa áhuga á starfinu að koma í hópinn þar og skoða heimasíðuna okkar www.fyrstufimm.is einnig höfum við staðið fyrir undirskriftarsöfnun sem nefnist ákall um lengingu fæðingarorlofsins í 18 mánuði á change.org og hvetjum öll til að skrifa undir. Sem hagsmunafélag foreldra og fagaðila fögnum við að bæjarstjórn Kópavogs taki þetta skref og vonum að önnur sveitafélög fylgi þessu fordæmi, foreldra og barna þeirra vegna. Höfundur er forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun