Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarnavopna Andrés Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 19:30 Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina. Ein af vonarglætunum þessa dagana er TPNW, Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið það skýrt út að hún ætli ekki að gerast aðili að þessum mikilvæga afvopnunarsamningi. Hér flækist Natóaðildin fyrir, enda virðist það meira í orði kveðnu sem bandalagið stefnir að kjarnavopnalausri veröld. Þó að ríkisstjórnin telji að Ísland geti ekki gerst aðili að TPNW, þá verður hún að finna kjarkinn til að tala fyrir afvopnun af þeim styrk sem hún gæti svo hæglega gert. Eitt getur hún gert – algjörlega áreynslulaust – og það er að senda áheyrnarfulltrúa til að eiga uppbyggilegt samtal við aðildarríki samningsins. Það gerðu fjögur Natóríki í fyrra – Þýskaland, Noregur, Holland og Belgía – en Ísland tók harðlínuafstöðu gegn fundinum og sat heima. Nú er upplagt að endurskoða þá afstöðu ríkisstjórnarinnar: Í lok þessa árs er aftur fundur aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum. Krefjumst þess að fulltúar Íslands mæti þangað og verði í salnum með þeim sem eru að skrifa lokakaflann að sögunni sem byrjaði með árásunum á Hiroshima og Nagasaki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar