Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2023 07:01 Fólk ætti að skoða sig vel um í kringum heimilið áður en haldið er í ferðalag. Vísir/Getty Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“ Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eyþór Víðisson, öryggis-og löggæslufræðingur, ræddi fréttir af innbrotahrinunni í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann segir mikilvægt að fólk taki sér örfáar mínútur í að skoða aðkomuna að heimili sínu og hugsa með sér: „Hvernig kemst ég inn í þetta hús? Hvað gerist þegar ég er kominn inn í þetta hús?“ Læsa millihurðum Stutt er í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina. Eyþór hvetur fólk til þess að taka sér tíma, sem ekki þurfi að vera langur, í að gæta að ýmsum atriðum áður en haldið er í ferðalagið. „Segjum að viðkomandi ætli inn til þín. Hann er kominn inn í húsið. Hvert fer hann? Hvað er hann líklegur til að taka? Ertu að fara að sakna þessa hlutar? Er það tölvan með fermingarmyndunum? Hvað geri ég þá við þessa tölvu?“ Ekki sé um langt ferli að ræða og alls ekki heill dagur að sögn Eyþórs. Heldur nokkrar mínútur, til að mynda daginn áður en haldið er af stað. „Þú setur upp innbrotsgleraugun. Hvernig ætla ég að skilja við hlutina? Til að mynda getur það skipt sköpum, bara það að læsa millihurðum og læsa hurðum. Ef þú ert með lykil inn í hurð í svefnherbergi, ef þú læsir henni áður en þú ferð, þá ertu búinn að tefja hann í tuttugu mínútur, hálftíma. Setur svo kannski lykilinn ofan í eldhússkúffu.“ Öryggið sé púsluspil Eyþór segir skiljanlegt að algengara sé á sumrin að hurðir gleymist opnar. Bílskurshurðir og annað þar sem börn mögulega ganga um til að sækja leikföng og annað og gleymi að loka. Foreldrar þurfi að vera duglegir að ræða málin á heimilinu. „Fólk þarf að vera meira vakandi á tímum sem þessum. Það er alltaf einhver tilbúinn til þess að taka hlutina, það er bara svoleiðis,“ segir Eyþór. Spurður um það hvaða tól séu besti fælingarmátturinn segir Eyþór að öryggi heimilisins sé líkt og púsluspil. Þá þurfi nokkur púsl svo að allt gangi sem best. „Þetta er bara púsluspil. Eftir því sem þú ert með fleiri púsl því öruggara er heimilið. Myndavélakerfi er eitt púsl, öryggiskerfi er eitt púsl, nágrannavarsla er eitt púsl. Eftir því sem þú fullkomnar myndina því betur ertu staddur og ert líklegri til þess að koma í veg fyrir hluti.“ Hann segir verðmæti fólgin í miðum frá öryggisfyrirtækjum líkt og Securitas og Öryggismiðstöðinni. „Það hefur alltaf verið ágætis fælingarmáttur í þessum kerfum. Þessir miðar eru vel geymdir hjá Securitas og Öryggismiðstöðinni af því að það er fælingarmáttur í þeim. Það eru verðmæti í þessum miðum.“
Bítið Lögreglumál Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira