Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2023 14:54 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VALLI Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði. Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði.
Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira