Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 11:55 Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, stýrði aðgerðum í gær. Vísir/Sigurjón Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi. Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira