Ekki ég, ekki ég Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. júní 2023 07:01 Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun