Hvað þurfa vinnustaðir að gera þegar fjölbreytileikinn eykst? Irina S. Ogurtsova og Ásta Bjarnadóttir skrifa 22. júní 2023 11:00 Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Innflytjendamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Nú er um 14,6% íbúa Íslands af erlendum uppruna og 22,6% starfsfólks á vinnumarkaði. Þessi hlutföll eru svipuð og í Kaupmannahöfn en fjölgunin hefur orðið hér á mun skemmri tíma. Hjá Reykjavíkurborg eru um 1.250 af um 11.000 starfsmönnum með erlent ríkisfang. Því til viðbótar starfar hjá borginni nokkur fjöldi einstaklinga sem eru fæddir utan Íslands en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Langflest starfsfólk með erlent ríkisfang starfar á skóla- og frístundasviði, í leikskólum, á frístundaheimilum og í grunnskólum. Þessi starfsmannahópur er dýrmætur mannauður sem hefur gert okkur kleift að auka þjónustuna á síðustu árum. Eðlilegast væri í raun að hlutfall einstaklinga af erlendum uppruna í starfsmannahópi borgarinnar væri hið sama og á vinnumarkaðnum almennt. Meðal kosta við það væri að þjónustuþegum með annan bakgrunn en íslenskan mundi finnast þau enn velkomnari á starfsstöðum borgarinnar. Meginviðbrögð borgarinnar við auknum þjóðernisfjölbreytileika í starfsmannahópnum hafa verið tengd tungumálinu, enda tungumálaörðugleikar augljóslega óheppilegir í þjónustustarfsemi á borð við þá sem borgin rekur. Eins og gert er ráð fyrir í lögum kveður málstefna borgarinnar á um að starfsfólk skuli nota íslensku í störfum og stjórnsýslu borgarinnar. Einnig eru í mannréttindastefnu borgarinnar markmið um að fjölga innflytjendum í störfum og áhrifastöðum hjá borginni. Augljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að bjóða íslenskukennslu innan vinnustaðarins. Íslenskukennsla á vinnustað Stefnt er að því að starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna sem á þarf að halda geti sótt íslenskukennslu á vinnustað sínum eða í næsta nágrenni hans á vinnutíma og á fullum launum. Ekki er ætlunin að kennslan fari fram á stökum námskeiðum heldur að um verði að ræða langtíma fyrirkomulag sem geti jafnvel staðið í mörg ár hjá hverjum og einum. Borgin er með samninga við alla helstu tungumálaskóla landsins sem allir hafa fallist á að koma og kenna á starfsstöðum borgarinnar. Nú er staðan þannig að aðgangur er að íslenskukennslu á 74 af þeim 279 starfsstöðum borgarinnar sem hafa starfsfólk af erlendum uppruna í vinnu. Þau, sem frekar vilja skrá sig sem einstaklingar á námskeið hjá tungumálaskólunum, geta gert það án tilkostnaðar og greiðir borgin þá þátttökugjöldin. Vel hefur gengið að fjármagna þessa starfsemi, með góðu samstarfi við fræðslusjóði sem byggja á kjarasamningum borgarinnar við t.d. Sameyki, Eflingu og stéttarfélög innan BHM og einnig hefur Rannís veitt mikilvægan stuðning við íslenskukennslu. Meginhindrunin við enn víðtækari íslenskuþjálfun starfsfólks innan vinnustaða borgarinnar er ekki skortur á fjármagni, a.m.k. ekki til að greiða hin beinu útgjöld við fræðsluna. Það sem nú vantar upp á er fjármagn til að kaupa afleysingar eða fjármagna fasta umframmönnun, þannig að starfsfólk, sem er bundið í starfi, til dæmis við umönnun barna eða aldraðra, geti sótt íslenskunámskeið á vinnutíma án hindrunar. Tungumálaviðmið Annað mikilvægt stefnumið borgarinnar er að innleiða tungumálaviðmið í allar starfslýsingar og starfsauglýsingar. Notast er við evrópska tungumálarammann sem hefur að geyma skilgreiningu á tungumálaþekkingu á sviði skilnings, talmáls og ritunar. Tungumálaramminn er aðgengilegur á 34 tungumálum og kemst fyrir á einni blaðsíðu. Stefnan er að öll störf hjá borginni verði greind með tilliti til tungumálarammans. Við mat á tungumálakunnáttu er þess þá gætt að gera hæfilegar kröfur, þannig að hvorki verði of litlar kröfur gerðar, né of miklar, enda getur það síðarnefnda verið útilokandi fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Þá mun heyra sögunni til að hæfniskröfur í auglýsingum tiltaki „góða kunnáttu í íslensku og ensku“, en þess í stað kemur til dæmis „íslenskukunnátta á stigi B2 og enskukunnátta á stigi B1”. Nú þegar eru velferðarsvið borgarinnar og starfsstaðir á menningar- og íþróttasviði byrjuð að auglýsa tungumálakröfur, og næst koma inn skóla- og frístundasvið og umhverfis- og skipulagssvið. Ekki bara tungumálið Við hjá Reykjavíkurborg erum stolt af þeirri vegferð sem hafin er í viðbrögðum við auknum þjóðernisfjölbreytileika, en vitum þó að gera þarf enn betur. Eins er ljóst að tungumálakennsla og tungumálaviðmið eru ekki einu skilyrðin fyrir aðlögun, jafnræði og jöfnum tækifærum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Nauðsynlegt er einnig að fræða fleira starfsfólk um fjölbreytileika og inngildingu, og hvað felst í því að verða fjölmenningarlegur vinnustaður, og höfum við hafið þá vinnu samhliða. Þá er nauðsynlegt að gæta að því að starfsfólk af erlendum uppruna njóti færni sinnar, reynslu og þekkingar í launakjörum. Síðustu ár hefur staðið yfir sérstakt átak hjá Reykjavíkurborg sem lýtur að því að tryggja starfsfólki af erlendum uppruna launajöfnuð á við Íslendinga, meðal annars með því að byrja að meta starfsreynslu erlendis frá, sem ekki var gert áður. Ásta Bjarnadóttir er skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg. Irina S. Ogurtsova er mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun