Jöfn - Tæknilega séð Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2023 09:01 Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Tækni Gervigreind Kvenréttindadagurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun