Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2023 12:45 Kuldabletturinn sem um ræðir sést vel hér á þessari mynd frá 2015. NASA Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“ Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“
Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00