Tillaga um beina kosningu borgarstjóra Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. júní 2023 07:31 Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun