Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 11:13 Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Bretland og Rishi Sunak forsætisráðherra fyrr í mánuðinum. Getty Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins. Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32
Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50