Grátklökkur Iniesta missti samninginn en ætlar ekki að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:30 Andres Iniesta hættir að spila með Vissel Kobe á miðju tímabili. AP/Kyodo News Andrés Iniesta hélt áfram að spila fótbolta þegar Barcelona tíminn var á enda og hann ætlar einnig að halda áfram að spila þótt að hann hafi misst samning sinn hjá japanska félaginu Vissel Kobe. Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023 Japan Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023
Japan Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira