Fótbolti

Farin frá Braga eftir að­eins hálft ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu á EM í Sviss.
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu á EM í Sviss. getty/Daniela Porcelli

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur yfirgefið Braga eftir einungis hálft ár í herbúðum portúgalska liðsins.

Guðrún greindi frá þessum tíðindum á Instagram. „Þessum stutta kafla er lokið. Stundum passa hlutirnir ekki saman en hver vegferð kennir þér eitthvað. Ég er þakklát fyrir reynsluna og frábæru samherjana mína. Opnum næsta kafla,“ skrifaði Guðrún.

Hún gekk í raðir Braga frá Rosengård um miðjan júlí. Þar hitti hún fyrir Ásdísi Karenu Halldórsdóttur.

Guðrún lék alls ellefu leiki fyrir Braga, þar af sjö í portúgölsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 7. sæti hennar af tíu liðum og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjum sínum.

Guðrún hefur leikið erlendis síðan 2019, fyrst með Djurgården en hún færði sig yfir til Rosengård 2021. Þar varð hún þrívegis sænskur meistari.

Hin þrítuga Guðrún hefur leikið 57 landsleiki og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×