Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 06:30 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun