Alveg ljóst að kennt verði í MS í haust Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. maí 2023 20:01 Kennarar í skólanum voru ósáttir við að heyra af mögulegum lokunum í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm Byggingar Menntaskólans við Sund þarfnast mikils viðhalds og loka gæti þurft skólanum í þrjú ár á framkvæmdatímanum. Formaður kennarafélags MS segir þó alveg ljóst að kennt verði við skólann í haust. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“ Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra var gestur á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem menntamál voru til umræðu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að fram hefði komið að loka þyrfti byggingum skólans í þrjú ár. Björn sagði í samtali við fréttastofu í dag að kostnaðurinn við lagfæringarnar gæti verið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna og vísaði til fundarins með ráðherra. Björn setti inn þessa stöðuuppfærslu í dag. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Þá hefur möguleg sameining skólans við Kvennaskólann í Reykjavík vakið athygli. Björn Leví sagði við fréttastofu að það væri mikilvægt að upplýsingar um langa lokun lægju fyrir ef þær væru notaðar sem rök í umdeildum sameiningaráformum. Solveig Þórðardóttir, formaður Kennarafélags skólans segir fréttirnar hafa komið flatt upp á starfsfólk skólans. Á heimasíðu MS var birt tilkynning nú síðdegis þar sem tekinn er af allur vafi um að kennt verði í skólanum á næsta skólaári. „Við höfum allavega ekki fengið upplýsingarnar sem eru í þessari frétt. Við erum mjög ósátt. Við vitum öll að það þarf að fara í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er enginn felurleikur með það. Það hefur komið fram og við höfum vitað það lengi. Það var farið í framkvæmdir síðasta sumar og það verður farið í framkvæmdir núna í sumar.“ Það fari fram kennsla í haust. Það liggi alveg fyrir. „Það verður svo sannarlega skólaár hér í MS og við viljum fá sem flesta til að sækja um líka.“
Mygla Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira