Vilja Kópavogsbúar sökkva einu af flaggskipum sínum? Sigurður S. Snorrason skrifar 8. maí 2023 16:00 Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar