Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 11:33 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi þar til á föstudag. Hann á, samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum, það til að láta sig hverfa sporlaust. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðastliðinn þriðjudag, 2. maí, og sætir maðurinn gæsluvarðhaldi þar til föstudagsins 12. maí. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að 4. apríl síðastliðinn hafi lögregla verið kölluð á heimili mannsins vegna meints heimilisofbeldis hans gegn núverandi sambýliskonu. Sambýliskonan greindi þar frá því að fyrrverandi sambýliskona mannsins hafi látist fyrir mörgum árum og maðurinn taki enn út lyf í hennar nafni. Þá hafi maðurinn reynt að fá núverandi sambýliskonuna til að nota símanúmer hinnar látnu. Neitaði að konan væri látin Sagðist konan telja að maðurinn væri að reyna að fá hana til að koma fram sem fyrrverandi sambýliskonuna, þar sem íbúðin væri skráð í hennar nafni. Þá hafi hún boðist til að koma dánarvottorði fyrrverandi sambýliskonunnar til Íslands svo hægt væri að ganga frá hennar málum hér á landi. Maðurinn hafi hins vegar reiðst við það og meinað henni að gera það. Í skýrslutöku neitaði maðurinn því að fyrrverandi sambýliskona hans væri látin og kvaðst hafa talað við hana tveimur vikum áður en hún hafi farið erlendis fyrir síðustu jól. Þá kemur fram í úrskurðinum að hin látna sé hjá Félagsbústöðum skráður eigandi að íbúðinni og maðurinn ekki skráður íbúi í eigninni. Þá hafi konan þegið félagsbætur frá Tryggingastofnun ríkisins allt til dagsins í dag. Á sögu um að hverfa sporlaust Þann 19. apríl hafi lögreglan rætt símleiðis við bróður hinnar látnu sem tjáði lögreglu að hún hafi látist árið 2014. Samdægurs, þann 19. apríl, barst lögreglu dánarvottorð. Hinn ákærði er samkvæmt úrskurðinum erlendur ríkisborgari, þó ekki komi fram hvar, og hefur þar langan sakaferil og þekktur fyrir að hverfa sporlaust. 27. apríl síðastliðinn gerði lögregla húsleit á heimilinu þar sem fannst útrunnið vegabréf hinnar látnu og íslykill hennar. Þá fundust tvær stílabækur með innskráningarupplýsingum hennar og mannsins, meðal annars bankaupplýsingar, Paypal upplýsingar og fleiri. Á opinni tölvu á heimilinu fannst reikningur í nafni konunnar á bland.is þar sem verið var að selja vörur. Maðurinn var handtekinn sama dag.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira