Að meðaltali frekar fínt Guðbrandur Einarsson skrifar 4. maí 2023 07:31 Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fasteignamarkaður Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar