Stóra kosningamál Norðmanna 2025 mun snúast um ESB-aðild. Hvað gerum við? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2023 08:32 Norski „Sjálfstæðisflokkurinn“, Høyre - sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki; er eins og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 - hélt landsfund sinn 24.-26. marz sl. Flokksformaðurinn, Erna Solberg, lagði til, að landsfundurinn staðfesti vilja flokksins til að Noregur gengi að fullu í ESB, en vildi láta umræðuna um aðild bíða fram á næsta ár, en Norðmenn kjósa næst til Stortinget 2025, eins og við til Alþingis. Taldi Solberg of snemmt að fara í þessa umræðu. Landsfundurinn var hins vegar ekki sammála formanni, og samþykkti fundurinn með 193 atkvæðum gegn 99, að fara skyldi í allsherjar umræðu og harða sókn fyrir aðild Noregs að ESB án frekari tafa. Fyrrverandi utanríkisráðherra flokksins, Ine Eriksen Søreide, sem gladdist mjög yfir þessari stefnumörkun fundarins, sagði m.a. þetta í lauslegri þýðingu: „Sú framsókn og þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í ESB, gerast mjög hratt. Greinilega má skynja, hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, sem leiðir til þess, að þeir, sem standa utan sambandsins, missa meir og meir af lestinni. Þessvegna er það þýðingarmikið að við, sem erum með skýra já-afstöðu til ESB-aðildar, tökum þátt í - eða miklu fremur - leiðum nýja umræðu um fulla aðild Noregs“. 27. marz hélt svo landsstjórn Miljöpartiet De Grönne – MDG fund, þar sem ákveðið var, með miklum meirihluta, að stefna bæri á, að Noregur hefji aðildarviðræður við ESB með aðild að markmiði. MDG hefur svipaða stefnu í umhverfis-, mannúðar-, Evrópu- og alþjóðamálum og Vinstri grænir hér ættu að hafa, en hafa ekki. Kannske nokkuð í orði, en ekki á borði. Vinstri grænir voru að enda við að samþykkja, á sínum landsfundi, að þeir teldu, að Ísland væri bezt komið utan ESB, og, eftir því sem ég fæ bezt séð, er þá VG eini flokkurinn í Evrópu, sem telur sig vinna að vinstri/grænum markmiðum, sem ekki er hlynntur ESB. Það er illskiljanlegt, hvernig skoðanamyndunin og stefnan hefur þróast í íhalds- og afturhaldsátt – svo að ekki sé talað um stefnusvikin, í því sem þó var gott – hjá Vinstri grænum. Slæm saga og sorgleg það, þó að það sé ekki megin málið í þessum pistli! Nýlega gerðist það svo líka, að helztu forustumenn verkamannaflokksins, Arbeiderpartiet, í Osló, hvöttu til nýrrar umræðu um aðild Noregs að ESB í ljósi þeirrar hröðu breytinga og þróunar, sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir, þar sem samvinna og samstaðan styrkist og þýðing ESB, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, vex hraðbyri. Norðmenn tala nú um, að um 3 milljónir landsmanna hafi aldrei fengið að taka afstöðu til ESB-aðildar. Þetta eru auðvitað yngstu kynslóðirnar, sem ekki höfðu fengið kosningarétt, þegar Norðmenn kusu síðast um ESB-aðild árið 1994, en þá féll aðildin naumalega. Skoðanakannanir benda til, að eftir því, sem Norðmenn eru yngri, sé afstaðan til ESB, Evru og Evrópu jákvæðari. Sterkar líkur benda því til þess, að, ef til þjóðaratkvæðis um fulla ESB-aðild kemur á næstunni, verði niðurstaðan í Noregi jákvæð, og það með afdráttarlausum hætti. Fyrir rúmri viku var norska ríkissjónvarpið svo með umræðuþátt í sjónvarpinu, NRK1, þar sem fulltrúar helztu flokka landsins mættu og tjáðu sig um afstöðuna til þess, að umræðan um ESB-aðild Noregs væri aftur sett af stað, og, að þetta mál yrði gert að helzta kosningamálinu í næstu kosningum, 2025. Var ekki annað að heyra, en að menn væru sammála um þetta. Ef litið er til þingstyrks (kosningar 2021) þeirra flokka, sem virðast styðja fulla ESB-aðild í Noregi, þá lítur hann svona út: Arbeiderpartiet (verkamannaflokkurinn) 48 þingmenn, Høyre (Sjálfstæðisflokkurinn) 36 þingmenn, Venstre (Viðreisn) 8 þingmenn og Miljöpartiet De Grönne- MDG (Vinstri grænir) 3 þingmenn. Alls eru þetta 95 þingmenn, en á Stortinget sitja alls 169 þingmenn. Kristelig Folkeparti (kristilegi þjóðarflokkurinn) gæti bætzt við lið já-manna, nú með 3 þingmenn. Þessar afgerandi hræringar í Noregi ættu að leiða til þess, að við, Íslendingar, tökum ESB-aðildarmál okkar til gagngerrar skoðunar, með það markmið að leiðarljósi, að við munum líka taka til þess skýra afstöðu, í síðasta lagi í kosningunum 2025, hvort við viljum taka upp og ljúka samningaumleitunum um fulla ESB-aðild (og upptöku Evru). Í framhaldi af þeim samningum, á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem þar fengist, yrði svo að kjósa um aðild. Ef Noregur hneigist nú sterklega að fullri ESB-aðild og tryggir sér hana og Evru á næstu árum, er hætta á, að efnahags- og þjóðfélagsþróun, velferð okkar, myndi staðna eða steinrenna, okkur til óbætanlegs tjóns, ef við stæðum einir eftir - einangraðir og utangátta – utan ESB. Höfundur er stjórnmálarýnir og alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Noregur Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Norski „Sjálfstæðisflokkurinn“, Høyre - sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki; er eins og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 - hélt landsfund sinn 24.-26. marz sl. Flokksformaðurinn, Erna Solberg, lagði til, að landsfundurinn staðfesti vilja flokksins til að Noregur gengi að fullu í ESB, en vildi láta umræðuna um aðild bíða fram á næsta ár, en Norðmenn kjósa næst til Stortinget 2025, eins og við til Alþingis. Taldi Solberg of snemmt að fara í þessa umræðu. Landsfundurinn var hins vegar ekki sammála formanni, og samþykkti fundurinn með 193 atkvæðum gegn 99, að fara skyldi í allsherjar umræðu og harða sókn fyrir aðild Noregs að ESB án frekari tafa. Fyrrverandi utanríkisráðherra flokksins, Ine Eriksen Søreide, sem gladdist mjög yfir þessari stefnumörkun fundarins, sagði m.a. þetta í lauslegri þýðingu: „Sú framsókn og þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í ESB, gerast mjög hratt. Greinilega má skynja, hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, sem leiðir til þess, að þeir, sem standa utan sambandsins, missa meir og meir af lestinni. Þessvegna er það þýðingarmikið að við, sem erum með skýra já-afstöðu til ESB-aðildar, tökum þátt í - eða miklu fremur - leiðum nýja umræðu um fulla aðild Noregs“. 27. marz hélt svo landsstjórn Miljöpartiet De Grönne – MDG fund, þar sem ákveðið var, með miklum meirihluta, að stefna bæri á, að Noregur hefji aðildarviðræður við ESB með aðild að markmiði. MDG hefur svipaða stefnu í umhverfis-, mannúðar-, Evrópu- og alþjóðamálum og Vinstri grænir hér ættu að hafa, en hafa ekki. Kannske nokkuð í orði, en ekki á borði. Vinstri grænir voru að enda við að samþykkja, á sínum landsfundi, að þeir teldu, að Ísland væri bezt komið utan ESB, og, eftir því sem ég fæ bezt séð, er þá VG eini flokkurinn í Evrópu, sem telur sig vinna að vinstri/grænum markmiðum, sem ekki er hlynntur ESB. Það er illskiljanlegt, hvernig skoðanamyndunin og stefnan hefur þróast í íhalds- og afturhaldsátt – svo að ekki sé talað um stefnusvikin, í því sem þó var gott – hjá Vinstri grænum. Slæm saga og sorgleg það, þó að það sé ekki megin málið í þessum pistli! Nýlega gerðist það svo líka, að helztu forustumenn verkamannaflokksins, Arbeiderpartiet, í Osló, hvöttu til nýrrar umræðu um aðild Noregs að ESB í ljósi þeirrar hröðu breytinga og þróunar, sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir, þar sem samvinna og samstaðan styrkist og þýðing ESB, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, vex hraðbyri. Norðmenn tala nú um, að um 3 milljónir landsmanna hafi aldrei fengið að taka afstöðu til ESB-aðildar. Þetta eru auðvitað yngstu kynslóðirnar, sem ekki höfðu fengið kosningarétt, þegar Norðmenn kusu síðast um ESB-aðild árið 1994, en þá féll aðildin naumalega. Skoðanakannanir benda til, að eftir því, sem Norðmenn eru yngri, sé afstaðan til ESB, Evru og Evrópu jákvæðari. Sterkar líkur benda því til þess, að, ef til þjóðaratkvæðis um fulla ESB-aðild kemur á næstunni, verði niðurstaðan í Noregi jákvæð, og það með afdráttarlausum hætti. Fyrir rúmri viku var norska ríkissjónvarpið svo með umræðuþátt í sjónvarpinu, NRK1, þar sem fulltrúar helztu flokka landsins mættu og tjáðu sig um afstöðuna til þess, að umræðan um ESB-aðild Noregs væri aftur sett af stað, og, að þetta mál yrði gert að helzta kosningamálinu í næstu kosningum, 2025. Var ekki annað að heyra, en að menn væru sammála um þetta. Ef litið er til þingstyrks (kosningar 2021) þeirra flokka, sem virðast styðja fulla ESB-aðild í Noregi, þá lítur hann svona út: Arbeiderpartiet (verkamannaflokkurinn) 48 þingmenn, Høyre (Sjálfstæðisflokkurinn) 36 þingmenn, Venstre (Viðreisn) 8 þingmenn og Miljöpartiet De Grönne- MDG (Vinstri grænir) 3 þingmenn. Alls eru þetta 95 þingmenn, en á Stortinget sitja alls 169 þingmenn. Kristelig Folkeparti (kristilegi þjóðarflokkurinn) gæti bætzt við lið já-manna, nú með 3 þingmenn. Þessar afgerandi hræringar í Noregi ættu að leiða til þess, að við, Íslendingar, tökum ESB-aðildarmál okkar til gagngerrar skoðunar, með það markmið að leiðarljósi, að við munum líka taka til þess skýra afstöðu, í síðasta lagi í kosningunum 2025, hvort við viljum taka upp og ljúka samningaumleitunum um fulla ESB-aðild (og upptöku Evru). Í framhaldi af þeim samningum, á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem þar fengist, yrði svo að kjósa um aðild. Ef Noregur hneigist nú sterklega að fullri ESB-aðild og tryggir sér hana og Evru á næstu árum, er hætta á, að efnahags- og þjóðfélagsþróun, velferð okkar, myndi staðna eða steinrenna, okkur til óbætanlegs tjóns, ef við stæðum einir eftir - einangraðir og utangátta – utan ESB. Höfundur er stjórnmálarýnir og alþjóðlegur kaupsýslumaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar