Stóra kosningamál Norðmanna 2025 mun snúast um ESB-aðild. Hvað gerum við? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2023 08:32 Norski „Sjálfstæðisflokkurinn“, Høyre - sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki; er eins og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 - hélt landsfund sinn 24.-26. marz sl. Flokksformaðurinn, Erna Solberg, lagði til, að landsfundurinn staðfesti vilja flokksins til að Noregur gengi að fullu í ESB, en vildi láta umræðuna um aðild bíða fram á næsta ár, en Norðmenn kjósa næst til Stortinget 2025, eins og við til Alþingis. Taldi Solberg of snemmt að fara í þessa umræðu. Landsfundurinn var hins vegar ekki sammála formanni, og samþykkti fundurinn með 193 atkvæðum gegn 99, að fara skyldi í allsherjar umræðu og harða sókn fyrir aðild Noregs að ESB án frekari tafa. Fyrrverandi utanríkisráðherra flokksins, Ine Eriksen Søreide, sem gladdist mjög yfir þessari stefnumörkun fundarins, sagði m.a. þetta í lauslegri þýðingu: „Sú framsókn og þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í ESB, gerast mjög hratt. Greinilega má skynja, hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, sem leiðir til þess, að þeir, sem standa utan sambandsins, missa meir og meir af lestinni. Þessvegna er það þýðingarmikið að við, sem erum með skýra já-afstöðu til ESB-aðildar, tökum þátt í - eða miklu fremur - leiðum nýja umræðu um fulla aðild Noregs“. 27. marz hélt svo landsstjórn Miljöpartiet De Grönne – MDG fund, þar sem ákveðið var, með miklum meirihluta, að stefna bæri á, að Noregur hefji aðildarviðræður við ESB með aðild að markmiði. MDG hefur svipaða stefnu í umhverfis-, mannúðar-, Evrópu- og alþjóðamálum og Vinstri grænir hér ættu að hafa, en hafa ekki. Kannske nokkuð í orði, en ekki á borði. Vinstri grænir voru að enda við að samþykkja, á sínum landsfundi, að þeir teldu, að Ísland væri bezt komið utan ESB, og, eftir því sem ég fæ bezt séð, er þá VG eini flokkurinn í Evrópu, sem telur sig vinna að vinstri/grænum markmiðum, sem ekki er hlynntur ESB. Það er illskiljanlegt, hvernig skoðanamyndunin og stefnan hefur þróast í íhalds- og afturhaldsátt – svo að ekki sé talað um stefnusvikin, í því sem þó var gott – hjá Vinstri grænum. Slæm saga og sorgleg það, þó að það sé ekki megin málið í þessum pistli! Nýlega gerðist það svo líka, að helztu forustumenn verkamannaflokksins, Arbeiderpartiet, í Osló, hvöttu til nýrrar umræðu um aðild Noregs að ESB í ljósi þeirrar hröðu breytinga og þróunar, sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir, þar sem samvinna og samstaðan styrkist og þýðing ESB, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, vex hraðbyri. Norðmenn tala nú um, að um 3 milljónir landsmanna hafi aldrei fengið að taka afstöðu til ESB-aðildar. Þetta eru auðvitað yngstu kynslóðirnar, sem ekki höfðu fengið kosningarétt, þegar Norðmenn kusu síðast um ESB-aðild árið 1994, en þá féll aðildin naumalega. Skoðanakannanir benda til, að eftir því, sem Norðmenn eru yngri, sé afstaðan til ESB, Evru og Evrópu jákvæðari. Sterkar líkur benda því til þess, að, ef til þjóðaratkvæðis um fulla ESB-aðild kemur á næstunni, verði niðurstaðan í Noregi jákvæð, og það með afdráttarlausum hætti. Fyrir rúmri viku var norska ríkissjónvarpið svo með umræðuþátt í sjónvarpinu, NRK1, þar sem fulltrúar helztu flokka landsins mættu og tjáðu sig um afstöðuna til þess, að umræðan um ESB-aðild Noregs væri aftur sett af stað, og, að þetta mál yrði gert að helzta kosningamálinu í næstu kosningum, 2025. Var ekki annað að heyra, en að menn væru sammála um þetta. Ef litið er til þingstyrks (kosningar 2021) þeirra flokka, sem virðast styðja fulla ESB-aðild í Noregi, þá lítur hann svona út: Arbeiderpartiet (verkamannaflokkurinn) 48 þingmenn, Høyre (Sjálfstæðisflokkurinn) 36 þingmenn, Venstre (Viðreisn) 8 þingmenn og Miljöpartiet De Grönne- MDG (Vinstri grænir) 3 þingmenn. Alls eru þetta 95 þingmenn, en á Stortinget sitja alls 169 þingmenn. Kristelig Folkeparti (kristilegi þjóðarflokkurinn) gæti bætzt við lið já-manna, nú með 3 þingmenn. Þessar afgerandi hræringar í Noregi ættu að leiða til þess, að við, Íslendingar, tökum ESB-aðildarmál okkar til gagngerrar skoðunar, með það markmið að leiðarljósi, að við munum líka taka til þess skýra afstöðu, í síðasta lagi í kosningunum 2025, hvort við viljum taka upp og ljúka samningaumleitunum um fulla ESB-aðild (og upptöku Evru). Í framhaldi af þeim samningum, á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem þar fengist, yrði svo að kjósa um aðild. Ef Noregur hneigist nú sterklega að fullri ESB-aðild og tryggir sér hana og Evru á næstu árum, er hætta á, að efnahags- og þjóðfélagsþróun, velferð okkar, myndi staðna eða steinrenna, okkur til óbætanlegs tjóns, ef við stæðum einir eftir - einangraðir og utangátta – utan ESB. Höfundur er stjórnmálarýnir og alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Noregur Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Norski „Sjálfstæðisflokkurinn“, Høyre - sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki; er eins og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 - hélt landsfund sinn 24.-26. marz sl. Flokksformaðurinn, Erna Solberg, lagði til, að landsfundurinn staðfesti vilja flokksins til að Noregur gengi að fullu í ESB, en vildi láta umræðuna um aðild bíða fram á næsta ár, en Norðmenn kjósa næst til Stortinget 2025, eins og við til Alþingis. Taldi Solberg of snemmt að fara í þessa umræðu. Landsfundurinn var hins vegar ekki sammála formanni, og samþykkti fundurinn með 193 atkvæðum gegn 99, að fara skyldi í allsherjar umræðu og harða sókn fyrir aðild Noregs að ESB án frekari tafa. Fyrrverandi utanríkisráðherra flokksins, Ine Eriksen Søreide, sem gladdist mjög yfir þessari stefnumörkun fundarins, sagði m.a. þetta í lauslegri þýðingu: „Sú framsókn og þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í ESB, gerast mjög hratt. Greinilega má skynja, hvernig kraftur evrópskrar samvinnu og samstöðu magnast, sem leiðir til þess, að þeir, sem standa utan sambandsins, missa meir og meir af lestinni. Þessvegna er það þýðingarmikið að við, sem erum með skýra já-afstöðu til ESB-aðildar, tökum þátt í - eða miklu fremur - leiðum nýja umræðu um fulla aðild Noregs“. 27. marz hélt svo landsstjórn Miljöpartiet De Grönne – MDG fund, þar sem ákveðið var, með miklum meirihluta, að stefna bæri á, að Noregur hefji aðildarviðræður við ESB með aðild að markmiði. MDG hefur svipaða stefnu í umhverfis-, mannúðar-, Evrópu- og alþjóðamálum og Vinstri grænir hér ættu að hafa, en hafa ekki. Kannske nokkuð í orði, en ekki á borði. Vinstri grænir voru að enda við að samþykkja, á sínum landsfundi, að þeir teldu, að Ísland væri bezt komið utan ESB, og, eftir því sem ég fæ bezt séð, er þá VG eini flokkurinn í Evrópu, sem telur sig vinna að vinstri/grænum markmiðum, sem ekki er hlynntur ESB. Það er illskiljanlegt, hvernig skoðanamyndunin og stefnan hefur þróast í íhalds- og afturhaldsátt – svo að ekki sé talað um stefnusvikin, í því sem þó var gott – hjá Vinstri grænum. Slæm saga og sorgleg það, þó að það sé ekki megin málið í þessum pistli! Nýlega gerðist það svo líka, að helztu forustumenn verkamannaflokksins, Arbeiderpartiet, í Osló, hvöttu til nýrrar umræðu um aðild Noregs að ESB í ljósi þeirrar hröðu breytinga og þróunar, sem á sér stað í Evrópu um þessar mundir, þar sem samvinna og samstaðan styrkist og þýðing ESB, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, vex hraðbyri. Norðmenn tala nú um, að um 3 milljónir landsmanna hafi aldrei fengið að taka afstöðu til ESB-aðildar. Þetta eru auðvitað yngstu kynslóðirnar, sem ekki höfðu fengið kosningarétt, þegar Norðmenn kusu síðast um ESB-aðild árið 1994, en þá féll aðildin naumalega. Skoðanakannanir benda til, að eftir því, sem Norðmenn eru yngri, sé afstaðan til ESB, Evru og Evrópu jákvæðari. Sterkar líkur benda því til þess, að, ef til þjóðaratkvæðis um fulla ESB-aðild kemur á næstunni, verði niðurstaðan í Noregi jákvæð, og það með afdráttarlausum hætti. Fyrir rúmri viku var norska ríkissjónvarpið svo með umræðuþátt í sjónvarpinu, NRK1, þar sem fulltrúar helztu flokka landsins mættu og tjáðu sig um afstöðuna til þess, að umræðan um ESB-aðild Noregs væri aftur sett af stað, og, að þetta mál yrði gert að helzta kosningamálinu í næstu kosningum, 2025. Var ekki annað að heyra, en að menn væru sammála um þetta. Ef litið er til þingstyrks (kosningar 2021) þeirra flokka, sem virðast styðja fulla ESB-aðild í Noregi, þá lítur hann svona út: Arbeiderpartiet (verkamannaflokkurinn) 48 þingmenn, Høyre (Sjálfstæðisflokkurinn) 36 þingmenn, Venstre (Viðreisn) 8 þingmenn og Miljöpartiet De Grönne- MDG (Vinstri grænir) 3 þingmenn. Alls eru þetta 95 þingmenn, en á Stortinget sitja alls 169 þingmenn. Kristelig Folkeparti (kristilegi þjóðarflokkurinn) gæti bætzt við lið já-manna, nú með 3 þingmenn. Þessar afgerandi hræringar í Noregi ættu að leiða til þess, að við, Íslendingar, tökum ESB-aðildarmál okkar til gagngerrar skoðunar, með það markmið að leiðarljósi, að við munum líka taka til þess skýra afstöðu, í síðasta lagi í kosningunum 2025, hvort við viljum taka upp og ljúka samningaumleitunum um fulla ESB-aðild (og upptöku Evru). Í framhaldi af þeim samningum, á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem þar fengist, yrði svo að kjósa um aðild. Ef Noregur hneigist nú sterklega að fullri ESB-aðild og tryggir sér hana og Evru á næstu árum, er hætta á, að efnahags- og þjóðfélagsþróun, velferð okkar, myndi staðna eða steinrenna, okkur til óbætanlegs tjóns, ef við stæðum einir eftir - einangraðir og utangátta – utan ESB. Höfundur er stjórnmálarýnir og alþjóðlegur kaupsýslumaður
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar