Hugvísindin efla alla dáð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. mars 2023 22:31 "Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
"Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar