„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 27. mars 2023 21:14 Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, ræddi við fréttastofu um stöðu mála fyrir austan. Sigurjón Ólason Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49