„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 19:49 „Lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum,“ segir Baldvin Már, lögmaður brasilískrs ferðamanns sem var vísað frá landi af „fremur furðulegum ástæðum.“ Samsett mynd Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi. Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi.
Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira