„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 20:57 Guðlaugur Þór ræddi við Sýn í kvöld. Vísir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“
Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira