Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason og Atli Ísleifsson skrifa 27. mars 2023 10:03 Björgunarsveitarmenn að störfum í Starmýri í Neskaupstað í morgun. Björgunarsveitin Gerpir Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21