Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 21:00 Kjartan og Sævar segja starfsmenn fiskbúða fagna því að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. stöð 2 Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN. Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN.
Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira