Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Bjarki Sigurðsson skrifar 22. mars 2023 13:04 Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu. RNSA Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var fyrr í vikunni. Slysið átti sér stað seint um kvöld þann 3. febrúar í fyrra. Bílstjóri ók vörubifreiðinni og var með farþega í hvíldarrými hennar. Ekið var eftir Suðurlandsvegi, um það bil 1,7 kílómetra austan við brú við Brunná. Vindhviða skall á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lyftist upp og valt á hægri hliðina. Sennilega þrýsti vindurinn vagnlestinni til hægri af miklum þunga, lyfti festivagninum og síðan bifreiðinni. Við þetta hlaut farþeginn, sem ekki var í öryggisbelti, banvæna áverka en ökumaðurinn slasaðist einnig. Farþeginn kastaðist til inni í stýrishúsi bifreiðarinnar. Ekki fannst neitt að bifreiðinni, fyrir utan það að mismunur var á hemlakröftum á ásum hennar. Nefndinni þykir það þó ósennilegt að það hafi átt þátt í slysinu. Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu.RNSA Eftir að slysið átti sér stað þurfti ökumaðurinn að hlúa að farþeganum. Hann fann ekki farsíma þeirra og þurfti því að brjóta sér leið út um þaklúgu ökutækisins til þess að sækja aðstoð. Gekk hann síðan tveggja kílómetra leið í átt að næsta bæ. Vindhraðagreiningar fóru fram nokkru frá slysstað en á báðum stöðum mældist hann 20 metrar á sekúndu. Hviður náðu 24 til 27 metrum á sekúndu. Gul veðurviðvörun var á svæðinu og sagði í spá Veðurstofu Íslands að spáð væri „vaxandi norðvestanátt, 18-25 austantil seint í kvöld, en 10-18 vestantil.“ Ökumaður kvaðst hafa fylgst með sjálfvirkum vindhraðamælingum á svæðinu í smáforriti í farsíma. Hann hafi einnig horft á veðurfréttirnar í seinni kvöldfréttunum hjá RÚV. Út frá þeim upplýsingum hafi hann metið að um venjubundið vetrarveður væri að ræða og ekki séð ástæðu til þess að stöðva aksturinn af þeim sökum. Á mynd sem sýnd er í skýrslunni má sjá spákort RÚV sem birtist í veðurfréttatíma þeirra kl 22 sama kvöld. Vindmerking þar sýndi spá um mun minni vindstyrk en Veðurstofan hafði gefið út. Veðurkort RÚV úr fréttum klukkan 22 sama dag og slysið átti sér stað. Orsakagreining nefndarinnar leiddi í ljós sex orsakir. Þær eru: ⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna Í tillögum nefndarinnar segir að í ljós hafi komið að rekstraraðili vörubifreiðarinnar, sem bílstjórinn var verktaki hjá, hafi ekki unnið öryggis- og heilbrigðisáætlun innan fyrirtækisins líkt og lög krefjast. Því er beint til veghaldara á slysstað að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að setja upp veðurstöð í grennd við slysstað. Sennilegt sé að veðurhæð þar hafi verið mun meiri en mæligögn úr næstu veðurstöðvum sýndu. Þá beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að útbúa fræðsluefni fyrir ökumenn um notkun veðurviðvarana, veðurspáa og annarra veðurgagna. RÚV er beðið um að yfirfara verklag við gerð veðurkorta þar sem að á veðurkorti þeirra sem ökumaðurinn skoðaði rétt fyrir slysið hafi verið með framsetningu sem gæti skapað misskilning hjá áhorfendum. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar í heild sinni hér. Samgönguslys Skaftárhreppur Fjölmiðlar Veður Umferðaröryggi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem birt var fyrr í vikunni. Slysið átti sér stað seint um kvöld þann 3. febrúar í fyrra. Bílstjóri ók vörubifreiðinni og var með farþega í hvíldarrými hennar. Ekið var eftir Suðurlandsvegi, um það bil 1,7 kílómetra austan við brú við Brunná. Vindhviða skall á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lyftist upp og valt á hægri hliðina. Sennilega þrýsti vindurinn vagnlestinni til hægri af miklum þunga, lyfti festivagninum og síðan bifreiðinni. Við þetta hlaut farþeginn, sem ekki var í öryggisbelti, banvæna áverka en ökumaðurinn slasaðist einnig. Farþeginn kastaðist til inni í stýrishúsi bifreiðarinnar. Ekki fannst neitt að bifreiðinni, fyrir utan það að mismunur var á hemlakröftum á ásum hennar. Nefndinni þykir það þó ósennilegt að það hafi átt þátt í slysinu. Vörubifreiðin valt á hægri hliðina vegna vindhviðu.RNSA Eftir að slysið átti sér stað þurfti ökumaðurinn að hlúa að farþeganum. Hann fann ekki farsíma þeirra og þurfti því að brjóta sér leið út um þaklúgu ökutækisins til þess að sækja aðstoð. Gekk hann síðan tveggja kílómetra leið í átt að næsta bæ. Vindhraðagreiningar fóru fram nokkru frá slysstað en á báðum stöðum mældist hann 20 metrar á sekúndu. Hviður náðu 24 til 27 metrum á sekúndu. Gul veðurviðvörun var á svæðinu og sagði í spá Veðurstofu Íslands að spáð væri „vaxandi norðvestanátt, 18-25 austantil seint í kvöld, en 10-18 vestantil.“ Ökumaður kvaðst hafa fylgst með sjálfvirkum vindhraðamælingum á svæðinu í smáforriti í farsíma. Hann hafi einnig horft á veðurfréttirnar í seinni kvöldfréttunum hjá RÚV. Út frá þeim upplýsingum hafi hann metið að um venjubundið vetrarveður væri að ræða og ekki séð ástæðu til þess að stöðva aksturinn af þeim sökum. Á mynd sem sýnd er í skýrslunni má sjá spákort RÚV sem birtist í veðurfréttatíma þeirra kl 22 sama kvöld. Vindmerking þar sýndi spá um mun minni vindstyrk en Veðurstofan hafði gefið út. Veðurkort RÚV úr fréttum klukkan 22 sama dag og slysið átti sér stað. Orsakagreining nefndarinnar leiddi í ljós sex orsakir. Þær eru: ⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna Í tillögum nefndarinnar segir að í ljós hafi komið að rekstraraðili vörubifreiðarinnar, sem bílstjórinn var verktaki hjá, hafi ekki unnið öryggis- og heilbrigðisáætlun innan fyrirtækisins líkt og lög krefjast. Því er beint til veghaldara á slysstað að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að setja upp veðurstöð í grennd við slysstað. Sennilegt sé að veðurhæð þar hafi verið mun meiri en mæligögn úr næstu veðurstöðvum sýndu. Þá beinir nefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að útbúa fræðsluefni fyrir ökumenn um notkun veðurviðvarana, veðurspáa og annarra veðurgagna. RÚV er beðið um að yfirfara verklag við gerð veðurkorta þar sem að á veðurkorti þeirra sem ökumaðurinn skoðaði rétt fyrir slysið hafi verið með framsetningu sem gæti skapað misskilning hjá áhorfendum. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar í heild sinni hér.
⁃ Mikil vindhviða eða vindstrengur feykti festivagninum og velti vagnlestinni ⁃ Farþeginn, sem lést, var ekki í spenntur í öryggisbelti ⁃ Ökumaðurinn hugði ekki nægjanlega að veðurviðvörun sem var í gildi á svæðinu ⁃ Ökumaðurinn vanmat hættu vegna létts farms festivagnsins í miklum vindi ⁃ Framsetning vindaspár á svæðinu í veðurfréttum RÚV var misvísandi ⁃ Veðuraðstæður á slysstað voru sennilega verri en spár gáfu til kynna
Samgönguslys Skaftárhreppur Fjölmiðlar Veður Umferðaröryggi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent