Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:52 Xi er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fundar með Pútín eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur síðarnefnda. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Á morgun munu leiðtogarnir og fulltrúar ríkjanna síðan funda formlega. Xi verður fyrsti þjóðarleiðtoginn til að funda með Pútín eftir að Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur síðarnefnda. Pútín lofaði Xi sem „gamlan góðan vin“ í aðsendri grein sem birtist í dagblaði í Kína í morgun en á sama tíma birtist grein eftir Xi í Rossiiskaya Gazeta, þar sem hann kallaði eftir gagnhyggju í málefnum Úkraínu. Sagði forsetinn að friðaráætlun Kínverja, sem þeir birtu í febrúar, endurspeglaði alþjóðleg sjónarmið og miðaði að því að takmarka „afleiðingar“ af átökunum. „Það eru engar einfaldar lausnir við flóknum vandamálum,“ ítrekaði Xi þó í blaðagrein sinni. Stjórnvöld í Kína hafa sagt heimsókn forsetans til Rússlands „friðarför“ en Xi er sagður munu freista þess að setja sig í hlutverk málamiðlara á sama tíma og hann vill styrkja sambandið við Rússland. Fregnir hafa borist af því að Xi hyggist ræða við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta eftir heimsókn sína til Moskvu. Bandaríkjamenn hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Eru þeir sagðir binda vonir við að samtal milli leiðtoganna muni sannfæra Kínverja um að sjá Rússum ekki fyrir vopnum. Það yrði stór rós í hnappagat Xi ef honum tækist raunverulega að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Menn virðast þó hóflega bjartsýnir á að það takist.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira