Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 11:46 Helgi Áss borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi við foreldra á mótmælunum í morgun. Vísir/Margrét Björk Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira