Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 13:51 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira