Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Snorri Másson skrifar 9. mars 2023 08:00 Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir
Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00
Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00