Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 8. mars 2023 11:22 Ákærðu Birgir og Jóhannes huldu höfuð sín með blöðum og grímum í dómsal í morgun. Vísir Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. Lokadagur í stóra kókaínmálinu fer fram í héraði í dag. Dagurinn hófst á því að fulltrúar Vísis mættu fyrir dóminn að ósk dómara til að gera grein fyrir birtingu fréttar um málið þann 3. mars í trássi við fyrirskipan dómara. Lesa má um þann anga málsins hér að neðan. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, fór yfir þátt hvers og eins sakborninganna fjögurra. Hún sagði að þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að koma til mildari refsingu. Þannig væri magnið af fíkniefnum sem um ræddi með öllu fordæmalaust. Hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutningurinn verið mjög vel skipulagður. Jóhannes Durr ásamt Almari Möller, verjanda í málinu.Vísir Saksóknari vísaði til nýlegs dóms í svokölluðu Saltdreifaramáli. Málið varðaði annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Tveir sakborningar í því máli hlutu tólf ára fangelsisdóm eða hámarksrefsingu í málaflokknum en alls fengu fimm þunga dóma. Þeim hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Þá vísaði saksóknari sömuleiðis til dóms frá 2009 þegar aðili var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot sem varðaði sex kíló af amfetamíni. Hann fékk sex ára fangelsisdóm. Skýr ásetningur til þátttöku Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Saksóknari sagði í ræðu sinni ljóst að Páll hefði gegnt mikilvægu hlutverki í málinu hvað varðaði innflutning. Efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki hans. Hann hefði sagt hjá lögreglu eiga að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut. Hann hefði síðar dregið verulega úr því fyrir dómi og líklega til að svo liti út fyrir að hann hefði ekki vitað hve mikið magn væri um að ræða. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannes auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Verjendur í málinu ásamt sakborningunum Páli og Daða í bakgrunni.Vísir Um væri að ræða mikið og vel skipulagðan innflutning með miklum útgjöldum. Það væri fráleitt að halda því fram að hann hefði talið að um sex til sjö kíló af kókaíni væri að ræða. Ásetningur hefði staðið til að taka þátt í innflutningi og ákæruvaldið teldi að Páll væri að draga verulega úr hvað varðaði hans vitneskju um málið. Keðjan endi ekki á Birgi Þá sagði saksóknari ljóst að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Í þessum síma væru samskipti hans við Jóhannes ákærða auk huldumannsins „Nonna“ sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Daði og Páll huldu höfuð sín í dómsal í morgun.Vísir Birgir og Páll eru ekki sammála um margt í málinu. Saksóknari taldi þó framburð Páls frekar í samræmi við gögn málsins. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur téðum „Nonna“. Öll hlutverk mikilvæg Saksóknari benti á að margt í framburði Jóhannesar Durr passaði ekki við framburð annarra ákærðu og gögn málsins. Hann hefði samkvæmt lögreglu verið tengiliður Birgis og Páls. Þá sagði saksóknari með ólíkindum að Birgir og Jóhannes, nánir vinir til margra ára, hefðu endað sem sendiboðar í málinu án þess að vita hvor af öðrum. Þá sagði saksóknara gilda um Daða Björnsson eins og alla hina ákærðu að þeir væru meðvitaðir um þátttöku sína og meðvitaðir um samstarf. Þeir hefðu tekið ákvörðun um að taka þátt. Meginmarkiðið hafi verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Fram undan er málflutningur verjenda ákærðu í málinu. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lokadagur í stóra kókaínmálinu fer fram í héraði í dag. Dagurinn hófst á því að fulltrúar Vísis mættu fyrir dóminn að ósk dómara til að gera grein fyrir birtingu fréttar um málið þann 3. mars í trássi við fyrirskipan dómara. Lesa má um þann anga málsins hér að neðan. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins, um hundrað kílóum. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í málinu, fór yfir þátt hvers og eins sakborninganna fjögurra. Hún sagði að þótt ákærðu hefðu allir viðurkennt minniháttaraðild að málinu þá ætti það ekki að koma til mildari refsingu. Þannig væri magnið af fíkniefnum sem um ræddi með öllu fordæmalaust. Hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Þá hefði innflutningurinn verið mjög vel skipulagður. Jóhannes Durr ásamt Almari Möller, verjanda í málinu.Vísir Saksóknari vísaði til nýlegs dóms í svokölluðu Saltdreifaramáli. Málið varðaði annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Tveir sakborningar í því máli hlutu tólf ára fangelsisdóm eða hámarksrefsingu í málaflokknum en alls fengu fimm þunga dóma. Þeim hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Þá vísaði saksóknari sömuleiðis til dóms frá 2009 þegar aðili var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot sem varðaði sex kíló af amfetamíni. Hann fékk sex ára fangelsisdóm. Skýr ásetningur til þátttöku Mennirnir fjórir eru allir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots. Þeir eru einnig allir ákærðir fyrir peningaþvætti. Sá liður hljóðar upp á samtals 63 milljónir. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 68 ára. Þeir eru: Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri. Fyrirtæki hans, „Hús og Harðviður“ var samkvæmt ákæru notað til peningaþvættis. Jóhannes Páll Durr er 28 ára. Hann er best þekktur sem liðsstjóri íslenska landsliðsins í efótbolta. Daði Björnsson, þrítugur karlmaður. Hann er einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana. Birgir Halldórsson, 27 ára karlmaður. Saksóknari sagði í ræðu sinni ljóst að Páll hefði gegnt mikilvægu hlutverki í málinu hvað varðaði innflutning. Efnin voru flutt til landsins í gegnum fyrirtæki hans. Hann hefði sagt hjá lögreglu eiga að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut. Hann hefði síðar dregið verulega úr því fyrir dómi og líklega til að svo liti út fyrir að hann hefði ekki vitað hve mikið magn væri um að ræða. Páll hefði fengið síma sem hefði verið uppfærður reglulega. Hann hefði flutt inn efni sem hann vissi að væri kókaín. Hann hefði reglulega fengið reiðufé frá Jóhannes auk þess sem flug hefði í tvígang verið greitt fyrir hann og hótel til að græja gáminn. Verjendur í málinu ásamt sakborningunum Páli og Daða í bakgrunni.Vísir Um væri að ræða mikið og vel skipulagðan innflutning með miklum útgjöldum. Það væri fráleitt að halda því fram að hann hefði talið að um sex til sjö kíló af kókaíni væri að ræða. Ásetningur hefði staðið til að taka þátt í innflutningi og ákæruvaldið teldi að Páll væri að draga verulega úr hvað varðaði hans vitneskju um málið. Keðjan endi ekki á Birgi Þá sagði saksóknari ljóst að framburður Birgis Halldórssonar væri ótrúverðugur og gengi að mörgu leyti ekki upp. Hann hefði neitað að tjá sig um hluti hjá lögreglu, þverneitað að sími sem haldlagður var við handtöku væri hans en síðar greint frá aðild sinni og mikilvægi símans. Í þessum síma væru samskipti hans við Jóhannes ákærða auk huldumannsins „Nonna“ sem virðist hafa verið í lykilhlutverki við skipulagningu málsins. Lögregla hafði ekki hendur í hári Nonna við rannsókn málsins. Daði og Páll huldu höfuð sín í dómsal í morgun.Vísir Birgir og Páll eru ekki sammála um margt í málinu. Saksóknari taldi þó framburð Páls frekar í samræmi við gögn málsins. Ákæruvaldið taldi þó ljóst að þótt hlutverk Birgis væri veigamikið væri hann ekki efstur í keðjunni. Hún endaði ekki á Birgi heldur téðum „Nonna“. Öll hlutverk mikilvæg Saksóknari benti á að margt í framburði Jóhannesar Durr passaði ekki við framburð annarra ákærðu og gögn málsins. Hann hefði samkvæmt lögreglu verið tengiliður Birgis og Páls. Þá sagði saksóknari með ólíkindum að Birgir og Jóhannes, nánir vinir til margra ára, hefðu endað sem sendiboðar í málinu án þess að vita hvor af öðrum. Þá sagði saksóknara gilda um Daða Björnsson eins og alla hina ákærðu að þeir væru meðvitaðir um þátttöku sína og meðvitaðir um samstarf. Þeir hefðu tekið ákvörðun um að taka þátt. Meginmarkiðið hafi verið að flytja inn fíkniefni í ávinningsskyni. Hagnaður af slíkri sölu væri mjög mikill og tilgangurinn sá að græða mikla peninga. Þá skipti ekki máli hvort fjórmenningarnir hefðu verið aðalmenn eða ekki. Öll hlutverk skiptu máli. Að útvega timbrið, koma skilaboðum á milli, sjá til þess að allt gengi upp. Fram undan er málflutningur verjenda ákærðu í málinu.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01 Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stóra kókaínmálið sem fjölmiðlar mega alls ekki fjalla um strax Dómþing skal háð í heyranda hljóði. Það er meginreglan í íslensku réttarfari eins og fram kemur skýrt í stjórnarskránni. Tæplega fjórar vikur eru liðnar síðan sakborningar í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar gáfu skýrslu. Ekkert hefur verið fjallað um sjónarmið þeirra. Hvers vegna? 16. febrúar 2023 09:00
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. 26. janúar 2023 07:01
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00