Sex látin í árásum Rússa í Kherson Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 06:37 Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti segir ljóst að árásir Rússa í Kherson hafi engan hernaðarlegan tilgang heldur væri sá að skapa ótta meðal íbúa. AP Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent