Síðasti löggilti tréskipasmiðurinn á Íslandi útskrifaður? Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Skóla - og menntamál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar