Varar við að Rússar hyggi á valdarán Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2023 09:19 Maia Sandu er forseti Moldóvu. Getty Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu. Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu.
Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17