Vilja félagsmiðstöð og bókasafn í Laugardalsstúku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 14:04 Stúkan við Laugardalslaug hefur lengi staðið tóm. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að bókasafn og félagsstöðvar- og menningarrými verði útbúið í stúku Laugardalslaugar fyrir Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Blásið verður til hugmyndakeppni um útfærslu hugmyndarinnar. „Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira