Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:30 Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Samkeppnismál Tengdar fréttir Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55 Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun