„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 21:17 Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir að skipun forstjóra Sjúkratrygginga sé ekki til þess fallin að viðhalda trausti almennings á ráðstöfunum í opinberar stöður. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“ Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16