Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2023 07:00 Starfsmenn borgarinnar hafa sumir fengið spurningar um hvort heitir pottar verði á svæðinu. Það stendur ekki til. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi. Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Á síðustu vikum hafa vegfarendur margir tekið eftir vinnuvélum á Laugavegi, milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdum ljúki í sumar. Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður segir að framkvæmdirnar á svæðinu hafi í raun gengið mun betur en fyrirfram var búist við. „Það er reyndar allt stopp núna vegna snjóþyngsla og frosts en þegar þiðnar þá fara framkvæmdir þarna aftur á fullt. Þetta ætti að klárast í sumar.“ Áætlað er að framkvæmdum á Laugavegi, milli Hlemms og Rauðarárstígs ljúki í sumar.Reykjavíkurborg Stálstrúktúr flækist um svæðið Edda segir að á kaflanum verði sérstakur stálstrúktúr einkennandi og mun hann flækjast þar um, fara upp og niður. „Við höfum fengið ýmsar spurningar frá fólki á síðustu dögum vegna þess sem við blasir núna. Fólk spyr til dæmis hvort það eigi að vera heitir pottar þarna og ýmislegt fleira. En þarna er verið að leggja grunninn að svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum sem ætlað er að létta á veitukerfi borgarinnar. Regnvatnið mun nýtast í gróðurbeðunum og þannig minnka álag á veitukerfið á svæðinu. Þannig nýtist regnvatnið og er á allan hátt umhverfisvænna.“ Framkvæmdir við Hlemm.Vísir/Vilhelm Edda segir að þegar framkvæmdir á umræddum kafla klárist muni framkvæmdir við Hlemm halda áfram á næstu misserum. „Vonandi verður hægt að ráðast í framkvæmdir á sjálfu Hlemmtorgi árið 2024 en framkvæmdum mun fyrst endanlega ljúka þegar Borgarlínan rennur í gegnum svæðið. Við hlökkum til þess.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Reykjavíkurborg Hlemmur er unglingurinn, Lækjartorg amman Edda segir að það verði mjög spennandi að sjá svæðið þegar allt verður klárt. „Við sjáum svolítið fyrir okkur að torgið sé að tala við Lækjartorg. Hlemmur er unglingurinn og Lækjartorg er amman. Það stendur svo meðal annars til að koma upp sviði á Hlemmtorgi og gerum við ráð fyrir að Hlemmur geti til að mynda orðið upphafsstaður skrúðganga í miðbænum sem myndu svo enda á Lækjartorgi, Austurvelli, Ingólfstorgi eða hvað það nú er,“ segir Edda. Hlemmtorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Reykjavíkurborg Síðasta sumar kynnti Reykjavíkurborg þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru við Hlemm en svæðið allt mun taka stakkaskiptum á næstu misserum. Liður í breytingunum er að ýmist takmarka eða loka fyrir bílaumferð á svæðinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá síðasta sumri um framkvæmdirnar á Hlemmtorgi.
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Lækjartorg verður inngangurinn að Kvosinni Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind eftir Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Reykjavíkurborg vekur athygli á þessu í tilkynningu. 4. mars 2022 11:08