„Við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2022 15:54 Leikskólakerfið hefur stækkað allt of hratt að sögn formanns Félags leikskólakennara. Vísir/Vilhelm Mannekla er helsta áskorunin þegar kemur að uppbyggingu leikskólakerfisins í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Samfylkingarinnar en fjölmargir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir í grunnskólana. Formaður Félags leikskólakennara segir leikskólastigið ekki ráða við mikið meira og að kerfið hafi stækkað allt of hratt. Jafna þurfi starfsaðstæður, til að mynda með styttingu vinnuvikunnar. Reykjavíkurborg stefnir á frekari uppbyggingu leikskóla á næsta ári en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í borginni, segir manneklu helstu áskorunina. Með tilkomu eins leyfisbréfs, sem heimilar leikskólakennurum að kenna í grunnskólum og öfugt, hafi staðan flækst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Stöð 2/Arnar „Það hefur haft þessi óæskilegu áhrif að mjög margir hafa fært sig um set úr leikskólaumhverfinu, þetta á við um landið í heild, yfir í grunnskólann. Menn hefðu gert sér vonir um það, þó þessi þróun væri byrjuð í aðdraganda lagasetningar, að hún myndi jafna sig út en hún hefur ekki gert það,“ segir Skúli. Samkvæmt tölum frá janúar 2018 til desember 2020 fóru um 300 leikskólastarfsmenn yfir á grunnskólastigið en á móti komu aðeins um hundrað frá grunnskólastiginu yfir á leikskólastigið. „Það er auðvitað gríðarleg blóðtaka fyrir þessa stétt sem að í ofanálag hefur horft á það að nýliðunin hefur verið miklu minni heldur en þörf krefur, það er að segja að það hefur ekki tekist að fjölga leikskólakennurum í gegnum kennaranámið undanfarinn áratug til þess að mæta þeim sem að hafa farið á eftirlaun og hætt störfum,“ segir Skúli. Andstæðir pólar að toga í sitthvora áttina Það setji ákveðið strik í reikninginn og hægi uppbyggingaráætlanir borgarinnar. Þannig tekur lengri tíma að koma nýjum plássum í gagnið og að bjóða yngri börnum pláss. Á sama tíma hefur umsóknum fjölgað mikið og loka hefur þurft til að ráðast í endurbætur á húsnæði. Reykjavíkurborg hafi gert ýmislegt undanfarin ár til að bæta vinnuumhverfið en ríki og sveitarfélög þurfi sömuleiðis að vinna saman til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og gera starfið meira aðlaðandi. „Þetta eru dálítið mögnuð misseri sem við erum að horfa á þar sem þessir andstæðu pólar hafa verið að toga í sitthvora áttina, það er að segja mikil uppbygging hjá okkur, við erum að fjölga plássum um sex hundruð á árinu, en svo koma á móti þessir þættir á móti sem að toga í hina áttina,“ segir Skúli. „Við treystum auðvitað á það að þetta sé tímabundið og ég trúi ekki öðru en að hagur vænkist með hækkandi sól,“ segir hann enn fremur. Borgin stefnir á að fjölga leikskólaplássum um allt að 500 á næsta ári og stefna þau ótrauð á að bjóða allt niður í tólf mánaða gömlum börnum pláss. Kerfið þoli ekki mörg ár í viðbót af ójöfnu flæði Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir stöðuna erfiða en leikskólakennarar voru farnir að færa sig yfir í grunnskólana áður en leyfisbréfin komu til sögunnar. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Stöð 2/Egill Frá janúar 2018 til desember 2020 hafi að meðaltali 33,5 farið frá leikskólunum yfir í grunnskólana á önn. Höfðu þau áhyggjur af því að það myndi aukast en nýjustu tölur sýna að frá janúar 2021 til október 2022 var meðalfjöldinn kominn niður í 23,25 starfsmenn á önn. „Það er jákvætt að flæðið hafi ekki aukist, það hefur dregið úr því um að meðaltali tíu félagsmenn á önn en leikskólastigið þolir ekkert mörg ár af svona ójöfnu flæði. Við vitum svo sem alveg hvaða aðstæður eru að toga fólk yfir, það eru ákveðin gæði að geta unnið að sér ákveðin frí,“ segir Haraldur. Félag leikskólakennara hafi undanfarið unnið með sveitarfélögunum að því að komast að rót vandans og jafna starfsaðstæður. Mörg sveitarfélög séu komin mjög langt í þeirri vinnu, þar á meðal Hafnarfjörður sem Haraldur segir til fyrirmyndar. Hægt sé að jafna starfsaðstæður til að mynda með styttingu vinnuvikunnar. Ekki hægt að fara í mikla og hraða uppbyggingu Hann segir mikla og hraða stækkun á kerfinu, líkt og Reykjavíkurborg stefnir á, ekki mögulega eins og stendur. „Við vitum það og vissum það alveg áður en það var farið í það verkefni að það yrði mjög erfitt og einn af þeim vöndum sem við erum að glíma við er að stækkun kerfisins er bara allt of hröð og við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda,“ segir Haraldur. Sú stækkun sé ekki til þess fallin að bæta aðstæður leikskólakennara og hefur félagið talað um að það sé verið að horfa á málið út frá vitlausum enda, frekar ætti að stefna á lengra fæðingarorlof sem gæfi kerfinu meira rými til að anda. Stíga þurfi nokkur skref til baka til að geta sótt aftur fram. „Við getum ekki farið í svona mikla og hraða stækkun á kerfinu meðan við erum að ná nýliðun á flug og við erum að vinna markvisst að því að jafna starfsaðstæður milli skólastiganna þannig við höldum kennurunum okkar og fáum kennara jafnvel yfir aftur, það er það sem við þurfum að halda áfram að gera,“ segir Haraldur. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. 30. desember 2022 08:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir á frekari uppbyggingu leikskóla á næsta ári en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í borginni, segir manneklu helstu áskorunina. Með tilkomu eins leyfisbréfs, sem heimilar leikskólakennurum að kenna í grunnskólum og öfugt, hafi staðan flækst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Stöð 2/Arnar „Það hefur haft þessi óæskilegu áhrif að mjög margir hafa fært sig um set úr leikskólaumhverfinu, þetta á við um landið í heild, yfir í grunnskólann. Menn hefðu gert sér vonir um það, þó þessi þróun væri byrjuð í aðdraganda lagasetningar, að hún myndi jafna sig út en hún hefur ekki gert það,“ segir Skúli. Samkvæmt tölum frá janúar 2018 til desember 2020 fóru um 300 leikskólastarfsmenn yfir á grunnskólastigið en á móti komu aðeins um hundrað frá grunnskólastiginu yfir á leikskólastigið. „Það er auðvitað gríðarleg blóðtaka fyrir þessa stétt sem að í ofanálag hefur horft á það að nýliðunin hefur verið miklu minni heldur en þörf krefur, það er að segja að það hefur ekki tekist að fjölga leikskólakennurum í gegnum kennaranámið undanfarinn áratug til þess að mæta þeim sem að hafa farið á eftirlaun og hætt störfum,“ segir Skúli. Andstæðir pólar að toga í sitthvora áttina Það setji ákveðið strik í reikninginn og hægi uppbyggingaráætlanir borgarinnar. Þannig tekur lengri tíma að koma nýjum plássum í gagnið og að bjóða yngri börnum pláss. Á sama tíma hefur umsóknum fjölgað mikið og loka hefur þurft til að ráðast í endurbætur á húsnæði. Reykjavíkurborg hafi gert ýmislegt undanfarin ár til að bæta vinnuumhverfið en ríki og sveitarfélög þurfi sömuleiðis að vinna saman til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og gera starfið meira aðlaðandi. „Þetta eru dálítið mögnuð misseri sem við erum að horfa á þar sem þessir andstæðu pólar hafa verið að toga í sitthvora áttina, það er að segja mikil uppbygging hjá okkur, við erum að fjölga plássum um sex hundruð á árinu, en svo koma á móti þessir þættir á móti sem að toga í hina áttina,“ segir Skúli. „Við treystum auðvitað á það að þetta sé tímabundið og ég trúi ekki öðru en að hagur vænkist með hækkandi sól,“ segir hann enn fremur. Borgin stefnir á að fjölga leikskólaplássum um allt að 500 á næsta ári og stefna þau ótrauð á að bjóða allt niður í tólf mánaða gömlum börnum pláss. Kerfið þoli ekki mörg ár í viðbót af ójöfnu flæði Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir stöðuna erfiða en leikskólakennarar voru farnir að færa sig yfir í grunnskólana áður en leyfisbréfin komu til sögunnar. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Stöð 2/Egill Frá janúar 2018 til desember 2020 hafi að meðaltali 33,5 farið frá leikskólunum yfir í grunnskólana á önn. Höfðu þau áhyggjur af því að það myndi aukast en nýjustu tölur sýna að frá janúar 2021 til október 2022 var meðalfjöldinn kominn niður í 23,25 starfsmenn á önn. „Það er jákvætt að flæðið hafi ekki aukist, það hefur dregið úr því um að meðaltali tíu félagsmenn á önn en leikskólastigið þolir ekkert mörg ár af svona ójöfnu flæði. Við vitum svo sem alveg hvaða aðstæður eru að toga fólk yfir, það eru ákveðin gæði að geta unnið að sér ákveðin frí,“ segir Haraldur. Félag leikskólakennara hafi undanfarið unnið með sveitarfélögunum að því að komast að rót vandans og jafna starfsaðstæður. Mörg sveitarfélög séu komin mjög langt í þeirri vinnu, þar á meðal Hafnarfjörður sem Haraldur segir til fyrirmyndar. Hægt sé að jafna starfsaðstæður til að mynda með styttingu vinnuvikunnar. Ekki hægt að fara í mikla og hraða uppbyggingu Hann segir mikla og hraða stækkun á kerfinu, líkt og Reykjavíkurborg stefnir á, ekki mögulega eins og stendur. „Við vitum það og vissum það alveg áður en það var farið í það verkefni að það yrði mjög erfitt og einn af þeim vöndum sem við erum að glíma við er að stækkun kerfisins er bara allt of hröð og við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda,“ segir Haraldur. Sú stækkun sé ekki til þess fallin að bæta aðstæður leikskólakennara og hefur félagið talað um að það sé verið að horfa á málið út frá vitlausum enda, frekar ætti að stefna á lengra fæðingarorlof sem gæfi kerfinu meira rými til að anda. Stíga þurfi nokkur skref til baka til að geta sótt aftur fram. „Við getum ekki farið í svona mikla og hraða stækkun á kerfinu meðan við erum að ná nýliðun á flug og við erum að vinna markvisst að því að jafna starfsaðstæður milli skólastiganna þannig við höldum kennurunum okkar og fáum kennara jafnvel yfir aftur, það er það sem við þurfum að halda áfram að gera,“ segir Haraldur.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. 30. desember 2022 08:42 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. 30. desember 2022 08:42