Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 18:23 Hér má sjá Sundahöfn á Ísafirði sem verður dýpkuð á næstu mánuðum. Sá hluti hafnarbakkans sem er ómálaður er nýr. Stöð 2/Ívar F Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum. Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum.
Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16